föstudagur, júní 22, 2007

Reditus has imagines divulgo, (in nomine Pontificis Maximi)

Bono (56) var með í för en kallaði sig Inga Vífil (sem er Bono líkt. Svei!)
Piazza del Popolo, miðpunktur alheimsins. Hinn nafntogaði staður hvert allar götur leiða víst.
Lengi lifir í gömlum glæðum eins og sjá má á þessu veggjakroti úr Villa Borghese garðinum.
Mörg hin merkustu skáld hafa verið rænd á spænsku tröppunum en ég var því miður ekki þeirra á meðal
Árelíusarsúlan er svo mikið Sigmund Freud að ég verð sposkur á svip
Mig langar að segja eitthvað kaldhæðið og skondið um Pantheon en ég get það ekki. Þetta er magnað. Meira magnað en Magni (49)
Innan í Pantheon er Oculus, eða augað, gat fyrir sólina í miðju hvolfþakinu sem skín niður á svo þverglæsilegan hátt að ég var gráti næst. Aldrei hefði ég haldið að gat í þakinu gæti verið svona tilkomumikið.
Ragnhildur (19), böðuð tilliti Oculi, finnur eingöngu til léttúðar.
Forum Romanum. Sjaldan hef ég verið jafn mikil gelgja og þegar ég sá þetta. Ég var eins og fermingarbarn á tónleikum með 50 Cent (2)
Sæt fornleifafræðistúlka einhver hvílir sig á Forum Romanum.
Lucius Servilius Iubba (26) fann upp tímavél í fornöld og lætur nú taka myndir af sér fyrir framan Colosseum fyrir fé. Skárra en að drepa Galla, segir hann (melius quam Gallos interficere)
Vatíkanið. Stórkostlegt dæmi um það hversu illa vestrænir menn kunna að fara með peninga.

Innan úr Péturskirkju. Eins og sjá má er ég mikill aðdáandi oflýsingar

Kaþólsk kirkja nokkur þar sem hinn gullna hauskúpa Kangaxx (4005) er tignuð með barnfórnum og flösusjampói

Gamli kentárinn, grísk bronsstytta og eitt mesta listaverk sem ég sá í Róm.

Ég er ekki alveg viss um af hverju, en þetta er ein af uppáhalds uppstillingunum sem ég náði í Róm. Eitthvað flott við þessa mynd, þó ef það væri aðeins kvenfólkið eða hin forláta Polaroid myndavél sem Brynhildur (20) heldur á.

Þessi ferð var ótrúlega mikið æði. Æði pæði. Jafnvel æði pæði, huhu, sæði. Látum það nægja.