fimmtudagur, maí 24, 2007

Gamla, hallærislega Ísland

Íslenskar bókmenntir sem fag er einhverskonar menningarleg fornleifafræði. Það fjallar um gamla, hallærislega Ísland sem er að hverfa. Enn má sjá nokkra agenta þess spranga um, Ómar Ragnarsson, stjórnmálaleiðtoga og fleiri sem ekki fylgjast nógu vel með og hafa ekki ferðast alveg nógu víða.

Á gamla Íslandi segja menn skondnar ferskeytlur við hátíðleg tækifæri. Menn syngja ættjarðarlög og tigna landið og náttúruna. Menn grúska í ættum og tala um framsóknarflokkinn og mjólkurbúin og hafa hávamál fyrir vörum. Kemur hún ekki að austan og vertíðin er rétt að hefjast á Húsavík. Sigmund og zetan í Mogganum. Þetta er bæði fyndið og sorglegt.

Líka tilfinningu fæ ég þegar ég les sum af þessum misgóðu íslensku ljóðum og smásögum - formálar hverra í kennslubókinni hrósa þeim eins og glænýjum guðspjöllum. Kommon! Höfundar bókarinnar geta í alvöru ekki hugsað svona þjóðhverft. Hávamál eru ekki heimsbókmenntir og hana nú, né þá nokkuð af kommasögunum, verkalýðsruglinu, dramaljóðunum um fossa og allt náttúruklámið. Íslendingasögurnar eru magnaðar, vissulega heimsbókmenntir, en þar nemur glæsileiki íslenskra bókmennta staðar. Að átta sig ekki á þessu er hallærislegt og vandræðalegt og aulalegt. Plís, plís lærið eitthvað heimsmál og lesið á því og fáið samanburð... [bitur prófpóstur, horfið framhjá þessu]