miðvikudagur, maí 09, 2007

Eurovision

Ég hef tapað námsvilja mínum eftir latínubrjálæðið. Því skrifa ég þetta. Það skal taka fram að þú munt örugglega vera ósammála þessum pósti. Meira en það, þú munt líklega telja mig minni mann eftir lesturinn. Þú munt hugsa, æ, fokking besserwisser hommi. Skríð út í þinn mjóa skurð gullaldartónlistar og gítargoða og hír þar votur og grátandi í kring um látnar eða hálflátnar goðsagnir. Tak þinn kassagítar og mótmæltu eins og þessi flón frá því fyrir Krist. En samt sem áður skrifa ég eftirfarandi, enda hugrakkur mjög og öruggur frá nútímanum í mjóa skurðinum mínum.

Hvað sem því líður, þá hata ég Eurovision. Í þessari keppni, sem telur sig vera keppni um besta lag sem Evrópa hefur upp á að bjóða, má finna nákvæmlega þessa stereótýpu sem Bandaríkjamenn halda uppi þegar þeir hugsa um Evrópu og Evrópubúa. Þetta kalla þeir 'Eurotrash'. Mér leiðist að viðurkenna það, en þetta er réttnefni.

Ég var að horfa á áðan myndefni af silfurklæddum, rúmenskum hópi í einhverskonar vélmennadansi. Þeir voru víst allir klæðskiptingar eða kynskiptingar eða eitthvað samansafn af öllu þarna á milli. Öll þessi sena lyktaði af svona stemmingu, allt má! Brjótum samtímaviðhorfin! Verum öðruvísi öll saman. Gagnkynhneigð er bara fyrir homma. Þýsk nútímalist, dósamatur fullur af mennskum hægðum sem er hellt yfir hest. Kynlíf er staðreynd lífsins og ætti þess vegna að vera háð einungis á húsþökum. Villtir súbkúltúrklúbbar fullir af leðri og fínum vínum. Basshunter og Scooter og aflitað hár og netabolir og magadans og wannabe-Ameríkanar. Klám ofan á klám ofan á fáránlegt tískuvit ofan á rasískan múg. Ef við töpum, eru það þessar fokking Austur-Evrópuþjóðir.

Við erum bara að uppfylla allt þetta sem er haldið fram um Evrópubúa um allan heim. Snobbað, heimskt, uppveðrað glanslið sem gengur í gjafapappír og hlustar á lélegar eftirhermur af amerískri tónlist á sínu eigin hrognatungu, því það er of þröngsýnt til að læra nokkuð annað mál. Við erum að gefa þeim skotfæri. En enginn hneykslast, enginn vill breyta þessari 'hefð', heldur horfum við á eftir allri listsköpun álfunnar hellast ofan í holræsið og drekkum á meðan bjór í Eurovision partíi, bíkíníklæddir dvergar dansandi á meðan á breiðum flatskjá.

Þetta er nú bara fokk.