sunnudagur, apríl 08, 2007

Prófkvein; I.

Heimir Pálsson gæti verið verri rithöfundur en Örnólfur Thorlacius líffræðiskríbent. Þar er mikið sagt. Slíka fullyrðingu má bera saman við það að segja að Vince Vaughn sé verri gamanleikari en Adam Sandler. Það næstum því má ekki, vonska Örnólfs/Sandlers er eitt af boðorðunum, þótt vissulega sé hitt stöðugt freistandi framsetning.

Bókmenntir, hef ég komist að í gegnum lesturinn, er fag sem er byggt á einhverju fallvaltara en brauðfótum. Hlaupfótum kannski, eða súpufótum. Þetta er bara ímyndun, að allir þessir höfundar með mismunandi hæfni, stíl og vit séu allir að þjóna einhverri stefnu með slefandi þrælsemi. Frat, frat sé þessu. Frat eocum (sit.)