föstudagur, mars 30, 2007

Getur einhver plís skotið mig í ennisholurnar?

Ennisholubólga er sjitt. Það er eins og stöðugur, slæmur hausverkur sem kemur í bylgjum með fimm sekúndna millibili. Einnig setur sá sársauki tárakirtil annars augans á fullt, sem þýðir að ég er einstaklega aumkvunarverður þessa stundina. Fólki langar til að gefa mér smápeninga eða klappa mér á kollinn. Þessu svara ég hinsvegar með urri og tilraun til að bíta viðkomandi. Síðan hleyp ég út í horn á fjórum fótum og híri.

Þótt furðulegt megi virðast hefur þetta kast, sem og hið þriggja mánaða kvef sem leitt hefur upp að þessu, sannfært mig um að ég bara geti ekki búið á Íslandi það sem eftir er ævi minnar. Hvar sem er annarsstaðar, þar sem er hlýtt og enginn framsóknarflokkur.