þriðjudagur, maí 02, 2006

Í tilefni ólesnu enskunnar...

...ætla ég hérmeð að sýna fram á einn besta hæfileika enskunnar sem tungumáls; Það að leyfa það að skrifa langan og flókinn og umfram allt gáfulegan texta um nákvæmlega ekkert. Eftirfarandi texti gæti t.d. verið um, tja, regnskóg.

Incongruous in its supercilious phenomena, the paraphrases of its expenditure collide with the accumulated savours of the burning Sol, which is de facto a product of the celestial monument, et cetera. This is further envisioned with the feverish desire to meet the criteria of one's temperament, like an archipelago of dreams, which are galvinised to the front by a fruitless hegemony. This testament to the perennial sects is audible, and worthy of languid summaries.

Eins og sumir merkja var ekki stakt merkingarkorn í ofangreindum texta. Samt sem áður lítur hann vel út og gáfumannlega, þrátt fyrir að það hafi alls engrar hugsunar verið krafist við skrift hans - heldur bara það að taka fyrsta orðið sem manni dettur í hug og er meira en tvö atkvæði og búa til samhengi með forsetningum.

Og það er nákvæmlega svona sem krapp eins og ólesna enskan okkar er búið til...