föstudagur, janúar 06, 2006

Blogg í Einarsstíl

Næst verður Einar tekinn fyrir í góðlegri eftirhermu.

Í gær vaknaði ég við það að ég var að éta á mér höndina.

Ég horfði á það, ég sá hvað ég var að gera en ég gat ekki stoppað, ég tók bita og annan bita og sinahnyklar og húðtægjur og blóðsósa ólgaði um í meltingarfærum mínum, og ég át og át þangað til að það var bara bein eftir.

Þá byrjaði ég að naga eins og hundur og ég gat ennþá ekki hætt, ég fann tennurnar skrapast og slípast og verða að engu, en ég gat ekki stoppað mig, ég var svo svangur. Ég horfði á fastur inn í stjórnlausu hylki eins og hrætt barn í rússíbanaferð sem endar aldrei. Ég át og át þangað til tannholdið sargaðist niður og blóðið flæddi ofan í kok, en ég gat ekki brotið beinið og ég gafst upp, en ég var samt svangur og ég hafði ekkert að éta nema mig sjálfan.

Steik í matinn, namm namm

Heh, þetta er sjúkasti hlutur sem ég hef skrifað. Er samt ekki jafn sikk og þitt dæmi, karl minn... ;)