mánudagur, nóvember 28, 2005

Ég skil enganveginn í fólki sem hlustar ekki á Sigur Rós. Tónlistarbesserwisserlegir vinir mínir og félagar hafa bent mér oft og mörgum sinnum á aðrar nýrokksveitir sem eiga að vera heitastir og bestir með mínímalískum póst-módernískum þvergripum og textum sem eru á fornu tungumáli Hittíta spiluðu hægt og sungnu í demónískri fimmtund - og alltaf á þetta að vera bezt og flottazt. Ekkert af þessu er svo mikið sem hár á rassi Sigur Rósar...