sunnudagur, maí 01, 2005

Had og vrede

Ég orga, hrín, væli, öskra, baula, hvæsi og krunka af leiðindum. Ég er að þræla mér í gegnum gagnvirk dönskuinnfyllingarverkefni á netinu - og svei mér þá, ég held að ég hafi aldrei gert jafn leiðinlegan hlut á ævi minni.

...stúdentspróf... verð að ná... aldrei aftur þarf ég að heyra eitt einasta danska orð ælt út úr spikhvylpnum skoltum dönskukennara með áhersluþungum hunangsrómi sem felur í sér alla þá vanþekkingu, brókarsótt og ljótleika sem danska þjóðin hefur náð að troða í tungutak sitt í gegnum tíðina og eitra fegurri þjóðir svo sem okkur með...

...ég mun aldrei koma úr höfði mínu... 'Det er noget SEKSUELT!' Alltaf, í öllu samhengi, við lestur á lesköflum, í Rend Mig I Traditionene, í öllum déskotans smásögunum, alltaf er eitthvað 'seksuelt' - og framburðurinn á þessu orði! Áherslurnar! Ég veit ekki af hverju, en danska orðið 'seksuelt' vekur upp í mér gríðarlega þörf fyrir að hefja langar öskurssamræður við næsta vask, og spýja í hann innyflum og innviðum þar til ég fell saman af líffæraskorti.

Ég hata dönsku.