þriðjudagur, maí 17, 2005

Exspectemus finem mundi!

Búinn.

...

Einhvernveginn nenni ég ekki að hreyfa mitt mikilfenglega rassgat neitt. Héðan í frá mun ég liggja á gólfinu og bíða eftir að heimurinn og hans lystisemdir komi til mín, ég á það skilið, fjandinn hafi það.

Ég elska heiminn allan... Sigur Rós og Egilssaga kæta mitt geð og búa mig undir komandi leti endalausa.

Þó sakna ég þegar latínunnar... og gríska á næsta ári, gríska! Eina gríska orðið sem ég kann er episkopos, sem þýðir víst biskup. Það að læra tungumál sem er er skrifað með öðru stafrófi hljómar gríðarlega spennandi, og ef það er jafn gaman og latínan þá ætti ég að vera alsæll.

Ég finn fyrir eggjum og ýmsum fúlávöxtum á leið að andliti mínu, kastað af öllum þeim sem hata latínuna, og skil vel... en þetta er fullkomið fyrir þá afar fáu lærdómshæfileika sem ég bý yfir - bara kerfi, og ef þú kannt á kerfið, þá er þetta komið. Svo fullkomlega einfalt í flækjunni, allri, og þetta virkar alltsaman og er tengt í gullfallegri heildarmynd.

En það er bara ég og mitt Verwirrung. Þó ætla ég að slá því fast að fimmti bekkur verði déskotans snilld og að heimurinn sé einn stór og mjúkur og loðinn púði sem vill ekkert frekar en að faðma okkur öll að sér þangað til við sofnum værum ungbarnasvefni og okkur dreymir um græna haga, tré í blóma, eilífa sólarupprás og ítalskan mat og alla aðra hluti sem fegra tilveruna á myrkustu stundum.