miðvikudagur, apríl 20, 2005

Rokkpáfi

Nýji páfinn hefur víst lýst því yfir að hann sé á móti rokktónlist, og segir hana 'tjáningu hinna óæðri hvata'. Þetta er að sjálfsögðu ekki nógu gott, og vil ég efna til kosningu á rokkpáfa. Ég tilnefni Roger Waters, fyrrv. bassaleikara og textahöfund Pink Floyd.

Stórkostlegt ljósashow mun upphefjast á Péturstorgi, og svissneski vörðurinn mun ganga fram og til baka fyrir framan sviðið í hlutverki hamranna. David Gilmour mun taka sér hlutverk kennarans og Ratzinger 'Benedictus' mun æra lýðinn í hlutverki dómarans í ógleymanlegri uppfærslu á Veggnum sem mun skekja byggingarstoðir kaþólsku kirkjunnar og fá Pétur sjálfan Postula til að snúa sér sex hringi í gröfinni.

Þetta mundi örugglega framlengja dauða kaþólsku kirkjunnar um svona fimmtíu ár!