föstudagur, apríl 08, 2005

Kvabb

Mótmæli er grunnur hins meingallaða lýðræðis. Það er eina leiðin fyrir þegnana að sýna að minnsta kosti einhvern samhug gegn yfirvöldum - því að það sem byggir upp siðmenningu er aðeins einn hlutur; ótti. Ótti við stjórnvöld, og ótti við skort á þeim...

Ég held því fram að eitt virkasta lýðræði heimsins sé Frakkland... þar verður stjórnin einfaldlega að taka þjóðina í reikninginn, því að stjórnin veit af því að ef þjóðinni er misboðið, er ekki bara samkoma af örfáum gömlum hræðum á Bastillutorginu, flestir af hverjum eru útbrunnir hippar sem halda enn í kommúnistahugsjónir; það eru risastórar kröfugöngur um allar borgir landsins, vorubílstjórar loka vegunum og menn jafnt og konur hætta vinnu - landið lamast.

Það væri gaman ef hefð fyrir þessu væri á Íslandi - en Íslendingar eru öðrum þjóðum betri í að beygja sig niður og láta taka sig í rassgatið. Það kemur 'fjölmiðlafár' sem samanstendur af tvemur kastljóssviðtölum, offhand mention í leiðara og fimm innsendum greinum faldar í miðju moggans, auk einnar illa skrifaðrar fréttar úr fréttablaðinu - og svo gleymist heila klabbið á tvemur vikum. Hver man eftir Falun Gong málinu, einu versta hneiksli í íslenskri stjórnmálasögu? Íraksstríðið gleymist líklega næst, og þá er það eina sem er eftir endurkjör sjálfstæðismanna og fastur starfssamningur um þátttöku í næstu fjórtán stríðum Bandaríkjamanna, og líklega lögbann á múslíma og skeggjað fólk.

En annars voru óvenjulega góð mótmæli gegn styttingu framhaldsskóla í gær - sem ég er ekki að minnast á fyrr en hér, gat nú verið... en þannig vil ég sjá aftur frá þessari kynslóð. Kannski nær hún loksins að koma stjórninni frá og sýna það og sanna að það sé einhver von um að lýðræði geti virkað ef maður rembist nógu andskoti mikið við að fá það til þess...