sunnudagur, mars 20, 2005

Vi

Nú er ég gleraugnalaus og hefur heimurinn því hulið sjálfan sig í móðu, án efa vegna blygðunar sem hann fann fyrir þegar ég gleraugnalaus og kynþokkafyllri en nokkru sinni áður að honum gekk.

Ástæður þessa eru tveir olnbogar, hverjir sáu sér fært um að lemjast að sitt hvorri hlið andlits míns í gangaslag þeim er fór fram um daginn. Hrukku þau, þegar lemstruð, í tvennt, og horfði ég grunlaus á eftir öðrum helmingnum hverfa undir níðþungan og stappandi mannfjöldann...

En við unnum að minnsta kosti.